Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Andrew Wiles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andrew Wiles

Andrew Wiles (fæddur 11. apríl 1953) er enskur stærðfræðingur og prófessor, sem starfar við Princeton-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum og varð heimsfrægur í júní árið 1993 er hann hélt fyrirlestra við Isaac Newton Institute, þar sem hann hélt því fram að hann hefði sannað síðustu reglu Fermats. Í rúmar þrjár aldir hafði engum stærðfræðingi tekist það, þrátt fyrir að flestir þeir bestu hafi örugglega reynt. Stærðfræðiheimurinn stóð á öndinni. Wiles hafði unnið að útreikningum sínum í sjö ár án þess að nokkur vissi hvað hann var að gera. Í nóvember sama ár kom í ljós að sönnun hans var ekki fullnægjandi, því að alvarleg rökvilla fannst í útreikningunum.

Hann neitaði að gefast upp og hóf samstarf við Richard Taylor um þá stærðfræðilegu þætti sem á skorti til að sönnunin væri gild. Þann 25. október 1994 gaf Andrew Wiles út tvær ritgerðir, aðra stutta í samvinnu við Richard Taylor, en hina langa og algjörlega í eigin nafni. Til samans eru þessar ritgerðir fullkomin sönnun á síðustu reglu Fermats og innihalda miklar stærðfræðilegar nýjungar.

Þessi seinni sönnun er talin fullgild og 1997 var Andrew Wiles verðlaunaður fyrir sönnun sína.

  • „Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?“. Vísindavefurinn.