Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Asóreyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Azoreyjar)
Kort.
Frá eyjunni São Jorge á Asóreyjum.

Asóreyjar (portúgalska: Ilhas dos Açores, stuttur Açores) er níu eyja eyjaklasi í miðju Norður-Atlantshafinu sem tilheyrir Portúgal. Austasta eyjan er um 1.370 kílómetra frá Lissabon en sú vestasta um 1.940 kílómetra frá Nýfundnalandi í Norður-Ameríku.

Eyjarnar heita Santa Maria (austast), Sao Miguel, Terceira, Graciosa, Sao Jorge, Pico, Faial, Corvo og Flores (vestast). Þær teljast til Portúgal en njóta sjálfsstjórnar. Þær dreifast á meira en 600 km svæði, sem gerir yfirráðasvæði þeirra yfir 1.1 milljón km². Eldvirkni er á þeim öllum nema Santa Maria. Fjallið Pico á Picoeyju er hæsta fjall Portúgals, Pico er 2351 metra hátt. Reyndar eru eyjarnar sjálfar tindar margra hæstu fjalla heims, ef mælt er frá hafsbotni.

Þrátt fyrir að margir telji eyjarnar vera nefndar eftir gáshauk (Açor á portúgölsku) hefur fuglinn aldrei átt heima á eyjunum. Sumir telja nafnið eldri mynd af orðinu azures (fleirtalan af orðinu blár) vegna þess að eyjarnar virðast bláar úr fjarska.

Asóreyjar fundust árið 1427 og tólf árum síðar hófst landnám þar. Í fyrstu var aðallega um að ræða fólk frá Algarve og Alentejo en síðar fólk utan Portúgals.

Eyjarnar hlutu sjálfsstjórn árið 1976 (Região Autónoma dos Açores).

Frá því að eyjarnar fengu sjálfstjórn hefur framkvæmdavaldið verið í Ponta Delgada, löggjafarvaldið í Horta og dómsvaldið í Angra do Heroísmo. Núverandi forseti sjálfstjórnarsvæðisins er Vasco Cordeiro.

Þann 31. desember 2002 voru íbúar eyjanna 238.767 sem gera 106 manns á km².

Fólksfjöldi

[breyta | breyta frumkóða]
Fjólksfjöldi Azoreyjanna
Eyja Fólksfjöldi
(2011)
Helsta
Borg/Bær
Sveitarfélög
São Miguel 137,830 Ponta Delgada 6
Terceira 56,437 Angra do Heroísmo 2
Faial 14,994 Horta 1
Pico 14,148 Madalena 3
São Jorge 9,171 Velas 2
Santa Maria 5,552 Vila do Porto 1
Graciosa 4,391 Santa Cruz da Graciosa 1
Flores 3,793 Santa Cruz das Flores 2
Corvo 430 Vila do Corvo 1