Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Bæjarstjóri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bæjarstjóri, borgarstjóri eða sveitarstjóri, er framkvæmdastjóri sveitarfélags/bæjarfélags, annast hann daglegan rekstur þess í umboði bæjarstjórnar. Bæjarstjóri getur verið einn af kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, en þarf ekki að vera það. Hann getur setið fundi bæjarstjórnar þar sem hann hefur málfrelsi og tillögurétt en hefur ekki atkvæðisrétt nema hann sé jafnframt kjörinn fulltrúi.

Hlutverk bæjarstjóra er að hafa umsjón með daglegum rekstri bæjarfélagsins og framfylgja þeim ákvörðunum sem bæjarstjórn tekur. Hann telst vera æðsti yfirmaður starfsmanna bæjarfélagsins, hefur prókúruumboð bæjarsjóðs og skrifar undir skjöl sem skuldbinda bæjarfélagið (t.d. við kaup og sölu fasteigna, lántökur, ábyrgðir o.s.frv.) í umboði bæjarstjórnar. Hægt er að mæla frekar fyrir um valdsvið bæjarstjórans í samþykkt um stjórn bæjarfélagsins.

Bæjarfélög þurfa ekki að ráða bæjarstjóra og sum fámenn bæjarfélög (meðal annars á Íslandi) gera það ekki. Þá er yfirleitt í verkahring oddvita hreppsnefndarinnar að sinna þessum störfum.

Á Íslandi var einu sinni sú regla í gildi að í sveitarfélögum þar sem er kaupstaður (miðast við að íbúar séu eða hafi verið yfir 1000) kallast þeir bæjarstjórar, en borgarstjóri í Reykjavík, en annars sveitarstjórar.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.