Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Bikarfléttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bikarfléttur
Álfabikar (Cladonia chlorophaea) í Perú. Álfabikar er algengur á Íslandi.
Álfabikar (Cladonia chlorophaea) í Perú. Álfabikar er algengur á Íslandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Bikarfléttuætt (Cladoniaceae)
Ættkvísl: Bikarfléttur (Cladonia)
Tegundir á Íslandi

Sjá texta.

Bikarfléttur (fræðiheiti: Cladonia) er ættkvísl fléttna af bikarfléttuætt. Vitað er um 56 tegundir bikarfléttna sem lifa á Íslandi.[1]

Íslensk heiti bikarfléttna

[breyta | breyta frumkóða]

Íslenskt heiti tegunda mótast af vaxtarlagi þalsins og tegundir af bikarfléttuætt heita því gjarna nöfnum sem enda á -lauf, t.d. brekkulauf (C. dahliana) og skorulauf (C. subcervicornis), -bikar, t.d. netjubikar (C. cariosa) og álfabikar (C. cholophaea) , -broddar, t.d. hreisturbroddar (C. bellidiflora) og sprekbroddar (C. coniocraea), og -krókar, t.d. hreindýrakrókar (C. arbuscula) og grákrókar (C. rangiferina).[1]

Tegundir á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Listinn er byggður á skrá yfir fléttur á Íslandi frá árinu 2009 nema annað sé tekið fram.[2] Íslensk heiti eru frá Herði Kristinssyni.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.