Clara Pontoppidan
Útlit
Clara Pontoppidan (23. apríl 1883 – 22. janúar 1975) var dönsk leikkona sem hlaut nokkra frægð fyrir leik sinn á tímum þöglu myndanna. Hún hefur stundum verið nefnd sem fyrsta kvikmyndastjarnan í norrænni kvikmyndagerð. Hún lék meðal annars í Höddu Pöddu sem tekin var upp á Íslandi 1923. Föðurbróðir hennar var rithöfundurinn Henrik Pontoppidan.