Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Commodore PET

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Commodore PET

Commodore PET (Personal Electronic Transactor) er einka/heimilistölva sem Commodore International setti á markað árið 1977. Hún þótti sérstök fyrir að vera með öll jaðartæki (segulbandstæki, lyklaborð og tölvuskjá) í einum kassa. Tölvan notaðist við MOS Technology 6502-örgjörvann sem var þá ódýrasti alhliða örgjörvinn á markaðnum. Þetta var fyrsta eiginlega tölvan sem Commodore framleiddi. Hún náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum og Kanada en fyrst og fremst sem skrifstofuvél þar sem aðrir aðilar á borð við Apple og Atari lögðu undir sig markaðinn fyrir heimilistölvur og skólatölvur (eftir 1980 náði Commodore svo stórum hluta af heimilistölvumarkaðanum með Commodore VIC-20 og Commodore 64). PET-vélarnar voru markaðssettar í Evrópu sem CBM (Commodore Business Machines) vegna deilna við Philips um PET-nafnið.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.