Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Cork

Hnit: 51°54′N 8°28′V / 51.900°N 8.467°V / 51.900; -8.467
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

51°54′N 8°28′V / 51.900°N 8.467°V / 51.900; -8.467

City of Cork
Skjaldarmerki borgar

Statio Bene Fide Carinis

„örugg höfn fyrir skip“

Kort
Kort sem sýnir City of Cork
borg innan sýslu
WGS-84 (GPS) hnit:
51.897 N, 8.478 W
Flatarmál: 39,6 km²
Sýsla: Cork-sýsla
Íbúafjöldi: 222.000 (2019)
Hérað: Munster
Cork.

Cork (írska: Corcaigh) er næststærsta borg Írska lýðveldisins. Hún er miðstöð stjórnsýslu og stærsta borg Cork-sýslu og sú stærsta í Munster-héraði. Borgin liggur á suðurströnd Írlands.

Í gegnum borgina rennur fljótið Lee og stendur hluti miðborgarinnar á eyju í fljótinu. Fljótið rennur síðan í gegnum Lough Mahon og loks í Cork-höfn, sem er með stærstu náttúrulegu höfnum í heimi og ein mikilvægasta höfn Írlands. Innan borgarmarkanna bjuggu 222.000 árið 2019.

Nafnið Cork er dregið af írska orðinu „corcaigh“ sem er þolfall orðsins „corcach“, sem þýðir mýrlendi. Orðið corcach kemur fyrir í mörgum staðarheitum á Írlandi, t.d. í Corkey (einnig „Corcaigh“) í Antrim-sýslu, Ballincurrig („Baile an Churraigh“) í Cork-sýslu og Kilcurry („Cill an Churraigh“, kirkja mýrarinnar) í Louth-sýslu.

Cork hefur í sögu Írlands verið þekkt fyrir sjálfstæði sitt, allt frá víkingaöldírska borgarastríðinu, og það hefur áunnið henni gælunafnið „sýsla uppreisnarseggjanna“ (e. Rebel County). Algengt er að íbúar borgarinnar kalli hana „hina sönnu höfuðborg Írlands“ (þar sem Dyflinn hefur lengst af verið vígi erlendra áhrifa).

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.