Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Counter-Strike: Global Offensive

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Counter-Strike: Global Offensive
Counter-Strike: Global Offensive
Framleiðsla Valve Corporation og Hidden Path Entertainment
Útgáfustarfsemi Valve Corporation
Leikjaröð Counter-Strike
Útgáfudagur 21. ágúst 2012
Tegund Fyrstu persónu skotleikur
Sköpun
Tónlist Mike Morasky
Tæknileg gögn
Leikjavél Source-leikjavélin
https://www.counter-strike.net

Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) er fyrstu persónu skotleikur frá árinu 2012 þróaður af Valve Corporation og Hidden Path Entertainment. Þetta er fjórði leikurinn í Counter-Strike-seríunni. Leikurinn var þróaður í meira en tvö ár og var gefinn út á MacOS, PlayStation 3, Windows og Xbox 360 í ágúst 2012 og á Linux árið 2014. Valve uppfærir ekki lengur leikinn vegna útgáfu Counter-Strike 2.

Þann 22. mars 2023 tilkynnti Valve stærstu uppfærslu í sögu leiksins að nafni Counter-Strike 2 með takmarkaðan prufuaðgang fyrir valda leikmenn en uppfærslan kom út þann 27. september 2023.[1][2] Counter-Strike: Global Offensive breyttist því í Counter-Strike 2 en ennþá er hægt að spila eldri útgáfuna af leiknum.[3] Counter-Strike: Global Offensive er óbreyttur á Playstation 3 og Xbox 360.[4]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Valve kynnir til leiks Counter-Strike 2“. www.mbl.is. Sótt 26. febrúar 2024.
  2. „Tekur við keflinu af leiknum fræga“. www.mbl.is. Sótt 26. febrúar 2024.
  3. „How to play CSGO after Counter-Strike 2's release“. Dexerto (enska). 18. október 2023. Sótt 26. febrúar 2024.
  4. Kumar, Satyam (27. september 2023). „Will Counter-Strike 2 Replace CSGO On Release? Answered“. Beebom (bandarísk enska). Sótt 26. febrúar 2024.