Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

DJ Qualls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
DJ Qualls
FæddurDonald Joseph Qualls
10. júní 1978 (1978-06-10) (46 ára)
Ár virkur1995 -
Helstu hlutverk
Kyle Edwards í Road Trip
Dizzy í The New Guy
Davey Sutton í Memphis Beat
DJ Qualls.

DJ Qualls (fæddur Donald Joseph Qualls 10. júní 1978 ) er bandarískur leikari og grínisti sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Road Trip, The New Guy og Memphis Beat.

Qualls fæddist í Nashville, Tennessee en ólst upp í Manchester, Tennessee. Qualls var greindur með Hodgkin's lymphoma krabbameinið þegar hann var fjórtán ára og eftir tveggja ára meðferð, er krabbameinið í hléum.[1]

Qualls stundaði nám við King's College London þar sem hann lærði ensku og bókmenntir. Eftir námið sneri Qualls aftur til Tennesse þar sem stundaði nám við Belmont háskólann í Nashville. Á meðan hann var í námi þá tók hann upp leiklistina og byrjaði að koma fram í hverfisleikhúsum.[2]

Tónlistarmyndbönd

[breyta | breyta frumkóða]

Qualls kom fram í tónlistarmyndböndunum „Boys“ með Britney Spears og „I'm Just a Kid“ með Simple Plan.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Qualls var árið 1998 í sjónvarpsmyndinni Mama Flora´s Family. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Criminal Minds, Monk, Numb3rs, Breaking Bad, Supernatural og Lost.

Qualls lék í persónuna Davey Sutton í Memphis Beat frá 2010-2011.

Qualls leikur núna í Legit sem Billy Nugent en fyrsti þátturinn var frumsýndur í janúar 2013.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Qualls var árið 1995 í Senior Trip. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Cherry Falls, Lone Star State of Mind, The Core, Delta Farce, All About Steve og Amigo.

Árið 2000 þá var Qualls boðið eitt af aðalhlutverkunum í Road Trip þar sem hann lék Kyle Edwards. Lék hann síðan aðalhlutverkið í grínmyndinni The New Guy þar sem hann lék á móti Eliza Dushku og Zooey Deschanel.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1995 Senior Trip Stúdent sem Miosky tekur gosdrykk frá óskráður á lista
2000 Road Trip Kyle Edwards
2000 Cherry Falls Wally sem D.J. Qualls
2002 Big Trouble Andrew
2002 Lone Star State of Mind Junior
2002 The New Guy Dizzy
2003 Chasing Holden Neil Lawrence
2003 The Core Theodore Donald ´Rat´ Finch
2005 Hustle & Flow Shelby sem D.J. Qualls
2005 Little Athens Corey
2006 I´m Reed Fish Andrew
2007 Delta Farce Everett
2008 Familiar Strangers Kenny Worthington
2008 The Company Man Guy
2009 All About Steve Howard
2009 Last Day of Summer Joe
2009 Circle of Eight Randall
2010 Amigo Zeke
2011 Running Mates Graham ´One-Ball´ Jones
2012 Small Apartments Artie
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1998 Mama Flora´s Family Jason Sjónvarpsmynd
2000 FreakyLinks Unglingur á hjóli Þáttur: Subject: Coelacanth This!
óskráður á lista
2002 Scrubs Josh Þáttur: My Student
2005 Criminal Minds Richard Slessman Þáttur: Extreme Aggressor
2005 Lost Johnny Þáttur: Everbody Hates Hugo
2005 Law & Order: Criminal Intent Robbie Boatman Þáttur: Scared Crazy
2006 Monk Rufus - tölvunörd Þáttur: Mr. Monk and the Big Reward
2006 CSI: Crime Scene Investigation Henry Briney Þáttur: Post Mortem
2007 Numb3rs Anthony Braxton Þáttur: Primacy
2007 My Name Is Earl Ray-Ray 3 þættir
2008 The Big Bang Theory Toby Loobenfield Þáttur: The Loobenfield Decay
sem D.J. Qualls
2009 Breaking Bad Getz Þátttur: Better Call Saul
2010-2011 Memphis Beat Davey Sutton 20 þættir
2011-2012 Supernatural Garth Fitzgerald IV 3 þættir
2013 Legit Billy Nugent 10 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Black Reel-verðlaunin

Screen Actors Guild-verðlaunin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]