Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Dave Lombardo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dave Lombardo.
Dave Lombardo með Suicidal Tendencies.

David Lombardo (f. 16. febrúar, 1965 í Havana, Kúbu) er kúbversk-bandarískur trommari sem er þekktastur sem stofnandi þrass-sveitarinnar Slayer. Hann er þekktur fyrir hraðan og aggressívan stíl.

Lombardo spilar með sveitunum Fantômas, Suicidal Tendencies, Dead Cross, Mr. Bungle og the Misfits. Einnig var hann með þrass-sveitunum Grip Inc, Testament og Voodoocult. Hann hefur unnið með ýmsum. t.d. Matthew Barney (fyrrum manni Bjarkar), Annihilator, John Zorn og Apocalyptica.

Árið 2023 gaf hann út sína fyrstu sólóskífu, Rites of Percussion.