Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Donbas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Donbas eða Donbass er sögulegt, menningarlegt og efnahagslegt svæði í suðaustur-Úkraínu. Nafnið vísar til Donetsk lægðarinnar (á umritaðri úkraínsku: Donetskyi vuhilnyi basein) sem er mikilvægt kolavinnslusvæði. Það samanstendur af héruðunum Donetsk og Lúhansk. Frá 2014 hafa risið upp aðskilnaðarhreyfingar rússneskumælandi íbúa í hluta héraðana. Árið 2022 réðst svo Rússland inn í héruðin í stríði sínu gegn Úkraínu. Borgin Maríúpol og fleiri borgir voru þá lagðar í rúst.