Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Eggfruma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mannleg eggfruma með sæðisfrumum.

Eggfruma eða egg er einlitna kynfruma kvendýra. Dýr og kímplöntur hafa báðar eggfrumur. Eggfruman er frjóvguð inni í kvenkynslíkama og verður að fósturvísi í leginu. Í kvenmönnum verða eggfrumur til í eggjastokkum. Allar eggfrumur eru til staðar í kvenmanni við fæðingu. Þær þroskast með aðferð sem heitir eggmyndun.

Eggfruma er ein stærsta fruma manna og hægt er að sjá hana með berum augum. Eggfruma manna er um það bil 100–200 µm að stærð.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.