Emily Procter
Emily Procter | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Emily Mallory Procter 8. október 1968 |
Ár virk | 1995 - |
Helstu hlutverk | |
Calleigh Duquesne í CSI: Miami Ainsley Hayes í The West Wing |
Emily Mallory Procter (fædd 8. október 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: Miami og The West Wing.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Procter er fædd og uppalin í Raleigh, Norður Karólínu. Útskrifaðist hún frá Ravenscroft School í Raleigh. Á meðan hún var við nám við East Carolina háskólann þá var hún meðlimur Alpha Delta Pi.[1] Eftir að hún fékk gráðu sína í blaðamennsku og dansi, þá fékk hún vinnu sem sjónvarpsveðurfréttamaður á WNCT-TV sjónvarpsstöðinni í Greenville, Norður-Karólínu.
Kom hún fram í Live Earth árið 2007, þar sem hún las (ásamt öðrum leikkonum) ritgerð skrifuð af Michelle Gardner-Quin þegar Gardner-Quinn var nemi við Vermont háskólann.[2]
Procter hefur haldið einkalífi sínu vel frá fjölmiðlum. Henni finnst gaman að ferðast með systur sinni, sem er atvinnukokkur, þá finnst henni gaman að hlaupa tvo tíma á dag, fimm sinnum í viku og hefur hún tekið þátt í mörgum hlaupum og maraþonum. Hún er mikill pókerspilari og lærði hún að gera það frá unga aldri og hefur hún tekið þátt í pókermótum.[3]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að hafa fluttst til Los Angeles, þá útvegaði faðir hennar peninga til þess að stunda leikaranám í tvö ár. Áður en hún útskrifaðist, þá hafðu hún fengið smáhlutverk í myndum á borð við Jerry Maguire og Breast Men, þar sem hún lék á móti David Schwimmer og Chris Cooper. Kom hún einnig fram í þriðju seríu af Lois & Clark: The New Adventures of Superman, þar sem hún lék Lana Lang, þá fyrsta ljóshærða leikkonan til þessa. Einnig kom hún stuttlega fram í sjónvarpsmyndinni The Dukes of Hazzard: Reunion! sem Mavis. Lék hún líka í Body Shots sem Whitney.
Þá lék aukahlutverk sem aðstoðar Hvíta Húss lögfræðingurinn Ainsley Hayes í The West Wing. Þá kom hún fram sem ástarhugarefni fyrir Joey í Friends.
Hún er góð vinkona CSI: Crime Scene Investigation leikkonunnar Jorja Fox, sem ýtti henni út í það að taka hlutverkið sem Calleigh Duquesne í CSI: Miami, sem hún lék frá 2002-2012.[4]
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Leaving Las Vegas | Debbie | |
1996 | Tom Clancy SSN | Sally Jarvis | Tölvuleikur |
1996 | Crosscut | Counter stelpa | |
1996 | Jerry Maguire | Fyrrverandi kærasta | |
1997 | The Dukes of Hazzard: Reunion | Mavis | Sjónvarpsmynd |
1997 | The Girl Gets Moe | Tammy | |
1997 | Family Plan | Julie Rubins | |
1997 | Breast Men | Laura Pierson | |
1999 | Guinevere | Susan Sloane | |
1999 | Kingdom Come | ónefnt hlutverk | |
1999 | Body Shots | Whitney Bryant | |
1999 | Forever Fabulous | Tiffany Dawl | |
1999 | The Big Tease | Hin unga Valhenna kona | sem Emily Proctor |
2001 | Submerged | Frances Naquin | Sjónvarpsmynd |
2004 | CSI: Miami | Calleigh Duquesne | Tölvuleikur |
2006 | Big Momma´s House 2 | Leah Fuller | |
2008 | Turnover | Lillian Chait | Stuttmynd |
2010 | Barry Munday | Deborah | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Platypus Man | Mindy | Þáttur: NYPD Nude |
1995 | Renegade | Brenda | Þáttur: Living Legend sem Emily Proctor |
1995 | Fast Company | Roz Epstein | Sjónvarpsmynd |
1995 | Friends | Annabel | Þáttur: The One with the Breast Milk |
1996 | Lois & Clark: The New Adventure of Superman | Lana Lang | Þáttur: Tempys, Anyone? |
1997 | Just Shoot Me | Sjónvarpsþulur | Þáttur: Back Issues |
1997 | Early Edition | Colleen Damski | Þáttur: A Regular Joe |
2002 | CSI: Crime Scene Investigation | Calleigh Duquesne | Þáttur: Cross-Jurisdictions |
2000-2006 | The West Wing | Ainsley Hayes | 12 þættir |
2002 – 2012 | CSI: Miami | Calleigh Duquesne | 232 þættir |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Accomplished Alpha Delta Pi Members in Arts and Entertainment“. Alpha Delta Phi. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2009. Sótt 6. september 2009.
- ↑ YouTube - This I Believe
- ↑ „Emily Procter: Fun, Fearless Female“. Cosmopolitan. Afrit af [www.cosmopolitan.com upprunalegu] geymt þann 1. janúar 2006. Sótt 27. maí 2009.
{{cite web}}
: Lagfæra þarf|url=
gildið (hjálp) - ↑ Evelyn Teo (4. september 2005). „Procter prospers“. www.star-ecentral.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2007. Sótt 24. nóvember 2007.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Emily Procter“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. febrúar 2010.