Fjórða iðnbyltingin
Útlit
Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara nútímans og náinnar framtíðar. Þar er átt við aukna sjálfvirknivæðingu og fyrirbæri eins og gervigreind, vélmenni, sjálfkeyrandi farartæki, hlutanet og fleira.
Hugtakið komst fyrst í almenna notkun í ársbyrjun 2016 eftir að Klaus Schwab stjórnarformaður Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) gaf út samnefnda bók og var fundur ráðsins tileinkaður hugtakinu.
Áhrif byltingarinnar munu vera: Fækkun starfa í sumum starfsgreinum (framleiðsla, pappírsdreifing) en ný gætu skapast. Stofnanir eins og bankar, tryggingafélög, verslanir, bílafyrirtæki, skólar og heilsugæsla munu nota rafræn úrræði og verslun færist meir á internetið. Þrívíddar- og nanótækni munu ryðja sér til rúms. [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hvað er fjórða iðnbyltingin?Vísindavefurinn. Skoðað 11. mars 2019