Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Fjallganga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjallgöngumenn sem fara niður fjallshrygginn Aiguille du Midi

Fjallganga er íþrótt, tómstundagaman eða atvinna þar sem gengið er upp eða klifruð eru fjöll til styttri eða skemmri tíma.

Búnaður og klæðnaður

[breyta | breyta frumkóða]

Ýmis búnaður er notaður til fjallgöngu: Gönguskór, útivistarföt, göngustafir, vaðskór, legghlífar og bakpoki. Í erfiðari ferðum eru notaðar línur sem festar eru niður í berg eða jökul, mannbroddar/jöklabroddar og ísaxir. Tjöld eru notuð í lengri ferðum, þá fylgja dýnur og svefnpokar. Prímusar eru notaðir til eldunar á mat.

Oft er talað ytra lag, miðlag og innra lag þegar rætt er um útivistarföt. Ytra lagið eru þykkari og sterkari klæðnaður sem þolir ágang veðurs, miðlagið eru léttari buxur eða peysa og innsta lagið eru ullar eða gerviefnaföt ætluð til einangrunar í kulda.

Alls ekki er mælt með gallabuxum eða bómullarfatnaði þar sem slíkur fatnaður dregur í sig vatn og einangrar illa.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.