Formerki (tónlist)
♯ |
Kross hækkun |
♭ |
Bé lækkun |
♮ |
Afturköllunar- merki |
Algeng formerki í nótnaskrift. |
Formerki í tónlist eru tákn notuð í nótnaskrift, sem framan við nótu merkir að nótan færist upp eða niður um hálftónsbil. Til að hækka nótu er notaður kross (♯) en til að lækka hana er notað bé (♭). Formerki eru ýmist föst eða laus. Ef þau eru föst eru þau afturkölluð með afturköllunarmerki (♮) sem gildir út taktinn sem það er í. Ef þau eru laus gilda þau aðeins út viðkomandi takt og því þarf ekki að afturkalla þau nema það eigi að gera innan sama takts.
Laus formerki
[breyta | breyta frumkóða]Laus formerki eru formerki sem merkt eru á undan nótunni. Þau gilda fram að næsta taktstriki þar sem þau eru sjálfkrafa afturkölluð eða ef afturköllunarmerki afturkallar þau. Laus formerki geta verið bæði krossar og bé og einnig geta nótur verið tvíhækkaðar með exi (x) eða tvílækkuð með tveim béum (♭♭). Laus formerki eru vanalega notuð til að bregða út af tóntegundinni sem spilað er í á meðan föstu formerkin eru oftast notuð til að tákna hvaða tóntegund spilað er í. Þó hægt sé að skrifa alla tónlist einungis með lausum formerkjum þá gæti það reynst óhreinlegt til lengdar.
Föst formerki
[breyta | breyta frumkóða]Föst formerki eru formerki sem sett eru á byrjun nótnastrengjanna til að tákna að tilteknar nótur séu alltaf breyttar nema annað sé tekið fram. Algengast er að þetta sé gert til að skilgreina tóntegundir. Dæmi: Ef spilað er í F-dúr sem hefur eitt bé er merkt bé strenginn þar sem nótan H er á eftir nótnalyklinum á nótnablaðinu. Þá verða öll H að B, nema annað sé tekið fram, en það er einmitt einkenni F-dúrs.
Þegar notuð eru föst formerki eru þau skrifuð í tiltekinni röð eftir því hvernig þau hlaðast upp miða við fimmundahringinn. Föst formerki saman standa einungis af annað hvort krossum eða béum, engar tóntegundir hafa blönduð formerki, þó laus formerki geti verið af öllum toga. Nútímatónlist hefur oft enga fasta tóntegund en ef svo er eru yfirleitt notuð laus formerki.
Röð fastra formerkja
[breyta | breyta frumkóða]1♯ | 2♯ | 3♯ | 4♯ | 5♯ | 6♯ | 7♯ |
F | C | G | D | A | E | H |
7♭ | 6♭ | 5♭ | 4♭ | 3♭ | 2♭ | 1♭ |
Til að nota töfluna þarftu að vita hversu mörg formerki tóntegundin sem þú ert að athuga er með. Ef þú sérð á nótnablaði þrjá krossa við nótnastafinn þá geturðu séð á töflunni að krossarnir eru í réttri röð F C G (og tóntegundin a-dúr/fís-moll sjá fimmundahringinn). Að sama skapi ef tóntegundin hefur fimm bé (des-dúr/b-moll) sérðu að formerkin eru í réttri röð H E A D G.
Eins og sést á töflunni hér að ofan er röð fastra lækkunarmerkjá (béa) öfug við röð fastra hækkunarmerkja (krossa).
Tvíhækkannir og tvílækkannir
[breyta | breyta frumkóða]Tvíhækkanir og tvílækkanir geta átt sér stað þegar verk flakka í fjarlægar tóntegundir frá C dúr/a moll. Tvíhækkun er merkt með xi (x) og tvílækkun merkt með tvem béum (bb). Þessar tvíhækkuðu/tvílækkuðu nótur eiga þó alltaf samsvarandi nótu sem mætti skrifa á einfaldari hátt fyrir hljóðfæraleikara. Til dæmis er tvíhækkað F sama nóta og G og tvílækkað E sama nóta og D. Þær eru ekki sömu nóturnar í tónfræðilegu samhengi en fyrir hljóðfæraleikara eru þessar nótur á sama stað á hljóðfærinu. Þess vegna er tvíhækkunum og tvílækkunum stundum sleppt og nóturnar einfaldaðar fyrir flytjandann.