Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Foshan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Shunde hverfi Foshan. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Foshan um 9,5 milljónir manna.
Staðsetning Foshan borgar í Guangdong héraði í í sunnanverðu Kína.
Landakort sem sýnir legu Foshan borgar (gulmerkt) í Guangdong héraði Kína.

Foshan (kínverska: 佛山市; rómönskun: Fatshan) er fjölmenn borg í Guangdong héraði í suðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína.

Borgin nær yfir 3.848 ferkílómetra. Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Foshan 9.042.509 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 9.498.863.

Foshan borg liggur við ána Fen sem rennur í ósa Perlufljóts. Borgin er því hluti af efnahagssvæði kennt við óshólma Perlufljóts en það er eitt þéttbýlasta svæði jarðar (alls með um 66 milljónir íbúa). Foshan er staðsett um 25 km suðvestur af Guangzhou borg, höfuðborgar Guangdong-héraðs.

Nafn borgarinnar þýðir bókstaflega „Búddafjall“ og vísar það til lítillar hæðar nálægt miðju borgarinnar þar sem eru þrír bronsskúlptúrar af Búdda sem fundust árið 628. Borgin óx í kringum klaustur sem var eytt árið 1391.

Innfæddir borgarbúar tala kantónska mállýsku. Í borginni er mandarín kínverska einnig töluð, aðallega þó í viðskiptum og menntun en minna í öðrum daglegum samskiptum.

Mynd af Foshan forfeðrahofið í Foshan borg, Kína.
Foshan forfeðrahofið eða Foshan Zumiao er þekkt musteri sem byggir á daóima.

Atvinnulíf

[breyta | breyta frumkóða]

Allt frá dögum Mingveldisins hefur borgin verið þekkt fyrir ýmsar handalistir og keramikframleiðslu og vandaða flísagerð.

Í dag er Foshan öflug iðnaðarborg. Þúsundir verksmiðja er framleiða raftækja bera ábyrgð á meira en helmingi heimsframleiðslu ísskápa og tækja fyrir loftræstingar. Í borginni eru á þriðja tug iðnaðarklasa sem sérhæfa sig í framleiðslu húsgagna, véla og drykkjarvöru. Á sérstöku iðnþróunarsvæði borgarinnar sem sett var á legg árið 1992, er samsetning bifreiða, líftækniframleiðsla og efnavinnsla.

Bílaiðnaður er sterkur í borginni. Þýsku bílasamsteypurnar Volkswagen og Audi framleiða þar bíla í samstarfi við innlenda aðila, meðal annars með áherslu á rafknúin ökutæki.

Menntastofnanir

[breyta | breyta frumkóða]

Í Foshan eru ýmsir háskólar og vísindamiðstöðvar. Mikilvægustu háskólarnir eru Foshan háskóli og Foshan háskólasvæði SCNU (South China Normal University) en það er alhliða háskólastofnun sem heyrir undir héraðsstjórnina.

  • Kínversk/Ensk vefsíða borgarstjórnar Foshan. Inniheldur ýmsar upplýsingar um t.d. fréttir, skipulag og þjónustu við íbúa.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]