Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Gioachino Greco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gioachino Greco
Fæddur
Gioachino Greco

1600
Celico, Fáni Ítalíu
Dáinn1634
Þekktur fyrirskák

Gioachino Greco var ítalskur skákmaður og rithöfundur. Nokkrar af fyrstu skráðu skákunum eru tefldar af Greco en þær eru alls 77 talsins. Skákirnar hans voru allar á móti ótilgreindum einstaklingum (NN) og mögulegt er að þær séu dæmi Grecos um byrjanaafglöp. Mikhail Botvinnik leit á Greco sem fyrsta atvinnumanninn í skák. Greco vörn er skákbyrjun sem nefnd er eftir Greco.

Greco var mikill skáksnillingur sem var uppi á milli Ruy López de Segura og François Philidor. Hann skrifaði einskonar „handbók“ sem innihélt margskonar gildur og mátmynstur. Þar sem Greco var uppi á tímum „ítalsk- rómantíska stílsins“, tefldi hann og rannsakaði giuoco piano (1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4) og gaf út rannsóknir sínar í formi stuttra skáka í kringum árið 1625. Árið 1665, nokkru eftir dauða hans, voru handritin gefin út í London. Litið er á þessar skákir Grecos[1] sem sígildar skákbókmenntir og eru þær enn þann dag í dag kenndar mörgum byrjendum.

Segja mætti að Greco hafi opnað dyr fyrir nokkra af árásagjörnustu skákmönnum rómantíska tímabilsins og meðal þeirra eru: Adolf Anderssen, Paul Morphy og áðurnefndur François Philidor.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]