Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Groningen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Groningen
Fáni
Skjaldarmerki
Staðsetning
HéraðGroningen
Flatarmál
 • Samtals83,75 km2
Mannfjöldi
 (2021)
 • Samtals235.287
 • Þéttleiki2.592/km2
Vefsíðawww.gemeente.groningen.nl
Groningen.

Groningen er höfuðborg héraðsins Groningen í Hollandi og er með 235.000 íbúa (2021). Groningen er háskólaborg og eru námsmenn um fjórðungur íbúa. Groningen-háskóli (Rijksuniversiteit Groningen) var stofnaður árið 1614 og er annar elsti háskóli Hollands. Borgin á sér langa sögu og var hún meðlimur Hansasambandsins.

Knattspyrnulið borgarinnar er Groningen FC. Besti árangur liðsins er 3. sæti í efstu deild, Eredivisie.