Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Harold Wilson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harold Wilson
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
16. október 1964 – 19. júní 1970
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriAlec Douglas-Home
EftirmaðurEdward Heath
Í embætti
4. mars 1974 – 5. apríl 1976
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriEdward Heath
EftirmaðurJames Callaghan
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. mars 1916
Huddersfield, Vestur-Yorkshire
Látinn24. maí 1995 (79 ára) London, Englandi
ÞjóðerniBreti
Stjórnmálaflokkur Verkamannaflokkurinn
MakiMary Baldwin
BörnRobin Wilson
Giles Wilson
HáskóliOxford háskóli

James Harold Wilson, Baron Wilson of Rievaulx (11. mars 191624. maí 1995) var breskur stjórnmálamaður, meðlimur Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands frá 1964 til 1970 og 1974 til 1976. Hann sigraði í fjórum þingkosningum og er nýlegasti forsætisráðherra Bretlands sem hefur verið í embætti oftar en einu sinni.

Hann varð þingmaður í fyrsta skiptið árið 1945 og var skuggafjármálaráðherra frá 1955 til 1961. Þá var hann skuggautanríkisráðherra frá 1961 til 1963 en eftir það var hann kosinn leiðtogi Verkmannaflokksins eftir að Hugh Gaitskell lést óvænt. Hann sigraði naumlega í kosningunum 1964 en vann með töluverðan meirihluta í kosningunum 1966.

Meðan á Wilson var í embætti í fyrsta sinn var lítið atvinnuleysi og tiltöluleg efnahagsleg hagsæld en Bretland var við erlendar skuldir að stríða. Árið 1969 sendi Wilson breska herinn til Norður-Írlands. Eftir að hann tapaði í kosningum 1970 á móti Edward Heath var hann leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins í fjögur ár. Niðurstaða kosninganna 1974 var ekki afgerandi og Verkmannaflokkurinn fór í viðræður við Frjálslynda flokkinn. Viðræðurnar voru slitnar eftir samkomulagi var ekki náð en Wilson varð leiðtogi minnihlutaríkisstjórnar þangað til kosið var aftur í haust. Í þessum kosningum vann Verkamannaflokkurinn nauman sigur. Á þessum tíma greip efnahagskreppa mörg evrópsk lönd en árið 1976 sagði Wilson af sér skyndilega.


Fyrirrennari:
Alec Douglas-Home
Forsætisráðherra Bretlands
(16. október 196419. júní 1970)
Eftirmaður:
Edward Heath
Fyrirrennari:
Edward Heath
Forsætisráðherra Bretlands
(4. mars 19745. apríl 1976)
Eftirmaður:
James Callaghan


  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.