Hellamálverk
Hellamálverk eru málverk sem er að finna á veggjum og loftum í hellum. Mörg þeirra eru frá forsögulegum tíma eða fyrir um það bil 40.000 árum í Evrópu og Asíu. Ekki er vitað nákvæmlega hver tilgangur þeirra er en vísbendingar benda til þess að þau hafi ekki verið bara bústaðaskreytingar því ekki eru til leifar um stöðuga íveru í hellunum þar sem þau hafa fundist. Oft eru þau í þeim hlutum hella sem erfitt er að komast að.
Nokkrar kenningar halda fram að þau hafi verið leið til að hafa samskipti við aðra, en aðrar kenningar eigna þeim trúarlegan eða viðhafnarlegan tilgang. Hellamálverk eru furðulega svipuð um allan heiminn og gjarnan einblína þau á dýr. Táknið um mannfólk var oft skuggamynd af höndinni sem gerð var með því að blása litarefnum á hönd sem borin var að veggnum.
Elstu hellamálverkin sem vitað er um eru af dýrum og eru að minnsta kosti 35.000 ára gömul. Þau er að finna í Maros á eyjunni Súlavesí í Indónesíu. Áður var haldið að elstu hellamálverkin hefðu verið í Chauvet-hellinum í Frakklandi, en þau eru um 30.000 til 32.000 ára gömul.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Svar við „Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?“ á Vísindavefnum. Sótt 9. nóvember 2014.