Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Herbert Bloch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Herbert Bloch (18. ágúst 19116. september 2006 í Cambridge í Massachusetts) var þýskur fornfræðingur og textafræðingur og prófessor í fornfræði við Harvard-háskóla. Hann var heimskunnur sérfræðingur um gríska sagnaritun, latneskar áletranir og fornleifafræði, miðaldafræði og arfleifð klassískrar fornaldar.

Bloch var þýskættaður gyðingur. Hann nam fornaldarsögu, klassíska textafræði og fornleifafræði við Berlínarháskóla og háskólann í Róm. Þaðan hlaut hann doktorsgráðu á sviði Rómarsögu árið 1935. Hann flutti til Bandaríkjanna árið 1939 vegna ofsókna sem gyðingar sættu í Evrópu á þeim tíma. Bróðir hans varð eftir í Þýskalandi og lést í helförinni.

Bloch kenndi fornfræði við Harvard-háskóla frá 1941 til 1982. Hann var félagi við Institute for Advanced Study í Princeton í New Jersey (1953/4), stýrði bandarísku fornfræðiakademíunni í Róm (1957-59), var forseti American Philological Association (1968/9) og forseti Miðaldaakademíunnar (1990-93). Hann var félagi í American Academy of Arts and Sciences, American Philosophical Society, Pontificia Accademia Romana di Archeologia (heiðursfélagi frá 1990) og þýsku fornleifafræðistofnuninni.

Bloch lést 6. september 2006 í Cambridge í Massachusetts.

  • I bolli laterizi e la storia edilizia romana. Contributi all'archeologia e alla storia romana (1936-38)
  • Supplement to Vol. XV,1 of the Corpus Inscriptionum Latinarum, Including Complete Indices to the Roman Brick-stamps (1948)
  • „Der Autor der Graphia aureae urbis Romae“, Deutsches Archiv für Erforschung des Mittelalters, 40 (1984): 55-175.
  • Monte Cassino in the Middle Ages í þremur bindum (1986)
  • The Atina Dossier of Peter the Deacon of Monte Cassino. A Hagiographical Romance of the Twelfth Century (1998)