Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Himeji-kastali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Himeji-kastalinn

Himeji-kastalinn er röð japanskra kastala í Himeji, Hyogo-héraðinu, Japan. Kastalinn er álítinn best varðveitta dæmi um dæmigerða byggingalist japanskra kastala. Hann samanstendur af 83 byggingum með varnarkerfi frá lénstímabilinu.[1]

Himeji-kastalinn er frá 1333 þegar Akamatsu Norimura byggði virki ofaná Himeyma hæðinni. Virkið var eyðilagt og endurbyggt sem Himeyama-kastalinn 1346 og svo endurbyggt sem Himeji-kastalinn tveimur öldum síðar. Kastalinn var svo stækkaður 1581 af Toyotomi Hideyoshi sem bætti við þriggja hæða víggirðan turn. 1600 gaf Tokugawa Ieyasu kastalann til Ikeda Terumasa fyrir hjálp sína í baráttunni við Sekigahara og Ikeda stækkaði kastalann frá 1601 til 1909 í röð kastala.[2] Nokkrum byggingum var bætt við síðar af Honda Tadamasa frá 1617 til 1618.[3] Í yfir 400 ár hefur Himeji-kastalinn verið óskaddaður, þrátt fyrir loftárásir á Himeji hæðina í Seinni heimstyrjöldinni og náttúruhamfarir eins og Hashin jarðskjálftann 1995.[2][4][5]

Hann er stærsti og mest heimsótti kastali Japans og hann var skráður 1993 sem einn af fyrstu stöðum Japans á Heimsminjaskrá UNESCO.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Himeji-jo“. UNESCO World Heritage Centre. Sótt 4. júlí 2010.
  2. 2,0 2,1 „A hilltop white heron 400 years old“. The Daily Yomiuri. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2007. Sótt 5. júlí 2010.
  3. „National Treasure Himeji Castle Guide book“ (PDF). Himeji Rojyo Lions Club. 2000. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9. febrúar 2005. Sótt 10. júlí 2010.
  4. 4,0 4,1 „Himeji Castle starts its renovation in April“. Official Tourism Guide for Japan Travel. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. febrúar 2015. Sótt 1. júlí 2010.
  5. „Himeji Castle“. Japan Atlas. Sótt 5. júlí 2010.
  Þessi mannvirkjagrein sem tengist Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.