Hringitónn
Hringitónn er hljóð sem sími gefur frá sér til að tilkynna innhringingu eða smáskilaboð. Í dag eru flestar hringitónar ekki lengur „tónar“ sem slíkar en frekar einhvers konar hágæðamelódía eða lag. Sala á hringitónum hefur verið mjög arðbær í gegnum tíma en hún náði hámarki á miðjum fyrsta áratug 21. aldar. Árið 2006 tilkynnti Og Vodafone 208% aukningu í sölu á hringitónum miðað við árið 2005.[1] Fyrir tilkomu snjallsíma voru margar farsímar með forrit sem gerði manni kleift að semja sína eigin hringitóna.
Heimasímar hringja þegar rafstraumur kemur frá símstöðinni; upphaflega knúði þessi straumur rafbjöllu sem bókstaflega hringdi. Þetta kerfi er enn í noktun víða um heiminn: í Evrópu er sendur á 60–90 volta riðstraumur á 25 hertsa tíðni. Í Norður-Ameríku fer straumurinn út á 90 voltum á 20 hertsa tíðni. Farsímar virka á öðruvísi hátt: þeir hringja þegar farsímanetið sendir símanum tilkynningu um innkomandi símtal.
Hringitónum má skipta í nokkra flokka:
- einraddaða (e. monophonic) — einungis ein nóta í einu er spiluð
- fjölraddaða (e. polyphonic) — nokkrar nótur í einu eru spilaðar. Slíkir hringitónar voru samdir með MIDI-tækni og voru breytilegir eftir tækjum enda þeir byggðu á þeim hljóðfærum sem voru innbyggð í tækinu
- raunar upptökur (e. truetone) — raunverulegar upptökur á tónlist eða öðru hljóði, oftast í MP3- eða AAC-sniði
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „208% aukning í sölu á MP3 hringitónum“, Vísir, skoðað þann 21. ágúst 2014.