Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Integralismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Integralismi er heimspekileg og stjórnmálaleg hugmyndafræði sem byggir á þeirri trú að samfélög manna sem og annara dýrategunda séu í grundvelli sínum lífræn heild. Hann hefur að geyma trú á félagslegt stigveldi þar sem samhljóða samvinna milli mismunandi þjóðfélagsstétta eða erfðastétta stendur í fyrirrúmi. Intergralismi er oft álitin einkennast af trú á sterka hefðarhyggju sem byggir á tilfinningu fyrir varðveitingu „blóðs og jarðar“ eða „umhverfis og erfða“. Samkvæmt kenningunni eru bestu stjórnmálastofnanirnar fyrir hverja þjóð fyrir sig mismunandi allt eftir sögu, menningu og því ytra umhverfi sem þjóðin hefur þróast og mótast í.

Integralismi hefur verið talin skyldur fasisma en slík samlíking er umdeild þar sem margir þættir integralismans stangast á við kenningar fasismas, þar má sérstaklega nefna þá áherslu sem hann leggur á mikilvægi þess að efla átthagabönd og hreppapólitík.