Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Jóhanna 2. Navarradrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhanna 2. Navarradrottning.

Jóhnanna 2. (28. janúar 13126. október 1349) var þjóðhöfðingi Navarra frá 1328 til dauðadags. Hún var dóttir Loðvíks 10., konungs Frakklands og Navarra, og fyrri konu hans, Margrétar af Búrgund, en faðerni hennar hefur þó veri talið vafasamt þar sem móðir hennar var sökuð um framhjáhald og dó í dýflissu.

Þegar Loðvík 10. dó 1316 og nýfæddur sonur hans, Jóhann 1., síðar sama ár, var Jóhanna í raun réttur erfingi að krúnu Navarra, því konur áttu erfðarétt þar þótt svo væri ekki í Frakklandi, enda hafði Loðvík erft Navarra eftir móður sína. Þó var gengið framhjá henni og Filippus 5., bróðir Loðvíks, varð konungur beggja ríkjanna. Hann lét þó ekki lýsa Jóhönnu óskilgetna vegna þess að hann þarfnaðist stuðnings móðurbróður hennar, Ottós 4. hertoga af Búrgund.

Þegar Filippus dó og þriðji bróðirinn, Karl 4., tók við var aftur gengið framhjá Jóhönnu. Karl dó svo 1328 og átti ekki son og því erfði frændi hans, Filippus 6., frönsku krúnuna. Hann átti hins vegar engan erfðarétt í Navarra og Jóhanna gerði samkomulag við hann um að hann setti sig ekki gegn því að hún yrði drottning en í staðinn afsalaði hún sér öllu erfðatilkalli til frönsku krúnunnar.

Jóhanna hafði verið látin giftast frænda sínum, Filippusi greifa af Évreux, sonarsyni Filippusar 3. Frakkakonungs, árið 1318 þegar hún var sex ára en hann tólf. Þau tóku við ríki í Navarra 1329 en áttu einnig miklar eignir í Normandí og víðar í Norður-Frakklandi. Þau eignuðust átta börn og á meðal þeirra voru Karl 2. Navarrakonungur, Blanka Frakklandsdrottning, seinni kona Filippusar 6., og María, sem var fyrsta kona Péturs 4. Aragóníukonungs en dó af barnsförum þegar hún fæddi fjórða barn sitt, átján ára að aldri.