Jóladagur
Jóladagur er hátíðisdagur á jólunum, þann 25. desember. Að kristnum sið er haldið upp á fæðingu Jesú, sem sagður er hafa verið uppi á 1. öld og kristnir menn trúa hafa verið sonur og holdgervingur guðsins Jahve. Í flestum vestrænum löndum skiptist fólk á gjöfum og sumir fara í messu.
Brandajól
[breyta | breyta frumkóða]- aðalgrein:Brandajól
Á Íslandi er það kallað Brandajól þegar jóladag ber upp á mánudag þannig að fjórir helgidagar komi í röð, það er aðfangadagur á sunnudegi (en samkvæmt hinni kirkjulegu helgi hefst hún ekki fyrr en á miðjum aftni (kl. 18) á aðfangadag) jóladagur, annar í jólum og áður fyrr þriðji í jólum sem var helgur dagur uns með konungsskipun frá danakonungi hann var afhelgaður og þar með lagður niður sem almennur frídagur ásamt þrettándanum og þriðja í Hvítasunnu sem dæmi, árið 1770.
Stundum er talað um stóru brandajól og litlu brandajól en menn greinir mjög á um hvernig þau séu skilgreind. [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Brandajól“. Almanak Háskóla Íslands. Sótt 2. janúar 2013.