Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Jakuxi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bos grunniens við Annapurna-svæðið í Nepal.
Skreyttir jakuxar
Kálfur.

Jakuxi (Bos grunniens) er síðhærð nautgripategund sem gerð hefur verið að húsdýri í Himalajafjöllum, Mið-Asíu og á Tíbesku hásléttunni. Jak eða yak er úr tíbesku og vísar til karldýrsins, en á öðrum málum er það notað um bæði kyn.

Jakuxi er náskyldur villijakuxa (Bos mutus) eða undirtegund af sömu tegund. Litur þeirra greinir á milli, jakuxinn er yfirleitt ljósari og með fleiri litaafbrigði en villijakuxinn sem er dökkleitur. Jakuxi er líklega skyldur vísundi.

Karldýrin verða 350-580 kg og kvendýrin 225-255 kg. Kýrnar bera á tveggja ára fresti, 3-4 ára í fyrsta sinn. Kálfarnir verða sjálfstæðir eftir rúmt ár af uppeldi. Jakuxar verða eitthvað meira en tvítugir að aldri.

Menn hafa notað jakuxa sem hús- og burðardýr í þúsundir ára og nota tað hans sem eldsneyti. Mjólk hans er kölluð chhurpi á nepölsku. Smjör úr henni er notað í te sem Tíbetar drekka og sem ljósmeti á lampa. Jakuxar koma við sögu í hátíðahöldum í Tíbet og nýlega í hópíþróttum eins og póló.

Jakuxar þrífast ekki á láglendi og verða úrvinda ef hitinn fer yfir 15 gráður.

Fyrirmynd greinarinnar var „Domestic Yak“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. feb. 2017.