Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Kórsbróðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kórsbróðir (kórbróðir, kanoki eða kanúki) er prestur í samkundu dómkirkjuklerka.

Í kaþólskri tíð voru svokölluð dómkirkjuráð eða dómklerkaráð (capitulum) við helstu biskupsstóla. Þau voru biskupum til ráðuneytis og deildu völdum með þeim. Ráðin völdu einnig biskup þegar til þess kom. Í Noregi voru þeir sem sátu í þessum ráðum kallaðir kórsbræður eða kanúkar. Nafnið „kórsbróðir“ er dregið af því að kórsbræður áttu sín sérstöku sæti í kór dómkirkjunnar, eins og sjá má í fornum erlendum dómkirkjum. Dómkirkjuráðið við erkibiskupsstólinn í Niðarósi hafði sérstöðu, og var áhrifameira en önnur dómkirkjuráð.

Dómkirkjuráð hafa verið með mjög ólíkum hætti víða um heim og á Íslandi virðast til dæmis ekki hafa verið formleg dómkirkjuráð við biskupsstólana, heldur hafi prestastefnur og ábótar farið með þetta hlutverk, ásamt dómkirkjuprestum.

  • Þorsteinn Gunnarsson (ritstj.): Um Auðunarstofu. (2004), bls. 170-171