Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Kerameikos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fornminjasvæði við Kerameikos

Kerameikos var hverfi leirkeramálara og leirkerasmiða í Aþenu í Grikklandi til forna. Leirsmiðahverfið var staðsett á árbökkum árinnar Eridanos en leirkerasmiðir sóttu leirinn í ána. Áin flæddi oft yfir bakka sína og var því svæðið tekið undir grafreiti. Þegar borgarmúr var reistur þá varð sá hluti af Kerameikos hverfinu sem var í byggð innan borgarmúranna en grafreitasvæðið var utan borgarmúranna.