Kosningakerfi
Útlit
Kosningakerfi samanstendur af reglum sem skilgreina hvernig kjósendur geta kosið á milli tveggja eða fleiri valkosta. Kosningar eru notaðar víða til að velja þingmenn á löggjafarþing en þær eru einnig notaðar með mun hversdaglegri hætti, óformlega milli fólks. Kosningar eru taldar lýðræðislegar samanborið við stigveldisskipulag, valdboðsstefnu eða samróma ákvörðunartöku. Kosningakerfi ákvarða þannig hvernig kjósa eigi og hvernig telja eigi atkvæðin. Fjölmörg kosningakerfi hafa verið hönnuð, sem dæmi um þekkt kosningakerfi má nefna hreinan meirihluta, hlutfallskosningu og einfaldan meirihluta sem gæti falist í raðaðri kosningu.