Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Kyrkislöngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kyrk­islöng­ur kallast slöngur, án vígtanna og eiturs, sem kyrkja og kremja bráð sína til bana. Slöngurnar grípa gjarnan bráðina fyrst með kjaftinum áður en þær vefja líkamanumm utan um hana og kyrkja. Um er að ræða athæfisflokkun eða aternisflokkun en ekki ættræna flokkun rétt eins og skiptingin í farfugla og staðfugla.

Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. Þær stærstu geta banað fullorðnum manni og jafn vel gleypt hann.