Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Labeo Rohita

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Labeo Rohita

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Karpfiskar (Cypriniformes)
Ætt: Vatnakarpar (Cyprinidae)
Ættkvísl: Labeo
Tegund:
L. rohita

Tvínefni
Labeo rohita
F. Hamilton, 1822

Labeo Rohita eða Rohu eins og hann er oft kallaður er tegund af ætt vatnakarpa. Hann finnst aðalega í ám og fersksvatni í suður og suð-austur Asíu. Rohu fiskeldi má finna víðsvegar um Asíu og má segja að lang mestur afli fáist úr eldi.

Útlit og lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Rohu er grásvartur að ofan og silfurhvítur að neðan. Hann er með stór augu og stórar varir en labium þýðir „varir“ á latínu. Þrátt fyrir stórar varir hafa þeir lítinn munn og engar tennur í kjálka. Rohu lifir ekki nema í tíu ár og er hann því fljótur að vaxa, á fyrsta ári nær hann allt að 45 cm og 800g en hann getur náð allt að tveimur metrum á lengd og 45 kg þó er meðalþyngd hans í kringum 10-15 kg. Rohu lifir ekki í vatni sem er kaldara en 14° C. Hann er jurtaæta og nærist aðalega í dagsbirtu. Frá apríl til september er hrygningar tímabil Rohu en það er kallað monsson-tímabilið.

Mikið er um fiskeldi á Labeo Rohita en myndin hér að neðan sýnir helstu löndin sem framleiða hann í fiskeldi. Indland er lang stærsti framleiðandinn en Banglades og Myanmlar fylgja þar fast á eftir, Nepal ,Laos og Tæland eru með töluvert minni framleiðslu. Lönd eins og Kína, Sri Lanka, Víetnam, Kambódía og Malasía eru hvað minnst í framleiðslu á Rohu en eru sífelt að verða stærri.

Framleiðslan á Rohu á sér stað í tjörnum og tönkum sem eru yfirleitt mjög lítil og eru því margir bændur á Indlandi að græða á því að rækta Rohu en þeir kaupa unga fiska/fræ og framleiða þá í litlum tjörnum eða tönkum og fæða þá. Svo eftir um það bil ár eru fiskarnir orðnir nægilega stórir til að selja.

Rohu er mikilvægasta tegund karpa í Indlandi vegna þess hve markaðsvirðið er hátt í samræmi við viðhaldskostnað. Á Indlandi er hann er að mestu leiti seldur ferskur á mörkuðum, þó eitthvað af honum er sett á ís og er svo sendur með sendibílum í allt að 2000 – 3000 kílómetra fjarlægð. Helsta markaðssetningin er innanbæjar á mörkuðum þar sem hann er seldur ferskur. En frysti fiskurinn er töluvert minna virði en sá ferski. Rohu er yfirleitt seldur í 1 kg pakkningum eða meira. Nýlega var byrjað að flytja Rohu frá Indlandi til Kanada og Bretlands en þó í litum mæli. Líklegt er að Rohu verði enn mikilvægara fiskeldi í náinni framtíð en nýlegar rannsóknir sýna fram á aukna eftirspurn með fjölbreyttara framboði.

Rohu er ekki bara á góðu verði heldur inniheldur hann mikið af omega-3 fitusýrum ásamt því að innihalda einstaklega mikið af próteinum og lágum fitustuðli. Ef maður veiðir fiskinn sjálfur getur maður geymt hann í sjö til tíu daga í kæli en ef hann er keyptur á markaði endist hann ekki í nema þrjá til fjóra daga í kæli.