Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Landafundatímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cantino-heimskortið frá 1502 er elsta kortið sem vitað er um sem sýnir landafundi Kólumbusar.

Landafundatímabilið er tímabil í mannkynssögunni þegar Evrópubúar sigldu til stranda Afríku, Asíu, Ameríku og Eyjaálfu á stórum seglskipum og opnuðu með því nýjar verslunarleiðir. Landafundir Evrópumanna leiddu til stofnunar evrópsku nýlenduveldanna og sköpuðu grundvöll fyrir skiptin miklu milli nýja heimsins og gamla heimsins þegar nýjar tegundir jurta og dýra, fólk (þar á meðal þrælar), farsóttir og menning fluttust milli heimsálfanna. Á þessum tíma var jörðin kortlögð í heild sinni í fyrsta skipti.

Landafundatímabilið hófst með landkönnun Portúgala snemma á 15. öld og lauk á síðari hluta 17. aldar þegar Rússakeisari lagði Síberíu undir sig. Upphaflega var hvatinn fyrir ferðirnar sá að finna nýjar verslunarleiðir til Asíu og nýjar uppsprettur gulls og annarra góðmálma.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.