Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Litunarjafni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Litunarjafni

Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Jafnar (Lycopodiophyta)
Flokkur: Lycopodiopsida
Ættbálkur: Jafnabálkur (Lycopodiales)
Ætt: Jafnaætt (Lycopodiaceae)
Ættkvísl: Diphasiastrum
Tegund:
D. alpinum

Tvínefni
Diphasiastrum alpinum
(L.) Holub, 1975
Samheiti

Diphasium alpinum
Lycopodium alpinum L.

Litunarjafni (fræðiheiti Diphasiastrum alpinum) er lágvaxin jurt af jafnaætt með langa jarðlæga stöngla með uppréttum marggreindum greinum. Hann finnst helst í bollum og snjódældum og er nokkuð algengur þar sem hæfilega snjóþungt er.

Litunarjafni var notaður til litunar. Í Svarfdælasögu segir frá bræðrum sem sækja litunargrös fyrir móður sína. Í Landnámabók segir frá jafnabelg sem Klaufi hjó og olli það vígaferlum. Litunarjafni var notaðan til að lita ullarvarning gulan og var jafninn lagður í bleyti í sólarhring og þá dreift yfir ullina og hún vafin saman og svo sett í ketill með vatni og soðið við lítinn hita í nokkra tíma. Með því að nota litunarjafna með hvítmöðru (Galium normanii) var hægt að fá gulrauðan lit. Litunarjafni var einnig notaður sem litfestir með öðrum litunarjurtum.