Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Mazda

Hnit: 34°22′37″N 132°30′03″A / 34.3770577°N 132.5008222°A / 34.3770577; 132.5008222
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

34°22′37″N 132°30′03″A / 34.3770577°N 132.5008222°A / 34.3770577; 132.5008222

Mazda Motor Corporation
Rekstrarform Hlutafélag
Hjáheiti Upprunalegt heiti (á japönsku):

マツダ株式会社

Stofnað 30. janúar 1920
Stofnandi Jujiro Matsuda
Staðsetning Hírósíma, Japan
Starfsemi Bifreiðaframleiðandi
Tekjur JPY 3800 milljarðar (2023)[1]
Starfsfólk 48.750 (2022)[2]
Vefsíða www.mazda.com

Mazda Motor Corporation (マツダ株式会社, Matsuda Kabushiki gaisha), einnig þekkt sem Mazda, er japanskur bifreiðaframleiðandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í bænum Fuchū í Hírósíma-fylki í Japan.[3]

Fyrirtækið var stofnað af af Jujiro Matsuda þann 30. janúar 1920 sem Toyo Cork Kogyo Co., Ltd., og var í upphafi korkverksmiðja.[4] Það breytti nafni sínu í Toyo Kogyo Co., Ltd. árið 1927 og byrjaði að framleiða ökutæki árið 1931.[5] Nafnið Mazda var annars vegar dregið af persneska guðinum Ahura Mazda, guði jafnvægis, greindar og visku (í sóróisma), sem og eftirnafn stofnandans hins vegar.[6]

Mazda er einn stærsti bifreiðaframleiðandi í Japan og heiminum. Árið 2015 framleiddi fyrirtækið 1,5 milljónir bifreiða til sölu á heimsvísu, þar af voru næstum ein milljón framleidd í Japan og afgangurinn í ýmsum öðrum löndum. Fyrirtækið var 15. stærsti bifreiðaframleiðandi heims miðað við framleiðslu árið 2015. Mazda er þekkt fyrir ýmsar nýstárlegar uppfinningar og tækni, svo sem Wankel-vélina, SkyActiv-tæknina og Kodo-hönnunartungumálið. Fyrirtækið á sér einnig langa sögu af þátttöku í akstursíþróttum, og má þar nefna sigur þess á 24-Stunda Le Mans-keppninni árið 1991, með Wankel-knúinni Mazda 787B.[7] Mazda hefur átt í samstarfi við ýmsa aðra bílaframleiðendur, svo sem Toyota, Nissan, Isuzu, Suzuki og Ford

Mazda byrjaði sem korkverksmiðjan Toyo Kogyo Co., Ltd, en fyrirtækið var stofnað í Hiroshima í Japan þann 30. janúar 1920. Toyo Cork Kogyo breytti nafni sínu í Toyo Kogyo Co., Ltd. árið 1927.

Höfuðstöðvar Mazda í Fuchū, Hiroshima

Árið 1931 flutti Toyo Kogyo sig frá framleiðslu á vélbúnaði og yfir í bifreiðar, með því að kynna til sögunnar tuk-tuk bílinn Mazda-Go. Nafnið Mazda varð til við framleiðslu fyrstu þriggja hjóla vörubíla fyrirtækisins.

Fyrirtækið útskýrir nafngiftina á þessa vegu:

Gæsalappir

Mazda kemur frá Ahura Mazda, guði jafnvægis, vitsmuna og visku, sem rekur rætur sínar til fyrstu siðmenningar í Vestur-Asíu. Lykilmeðlimir Toyo Kogyo túlkuðu Mazda sem tákn um upphaf siðmenningar austurs og vesturs, en einnig tákn bílasiðmenningarinnar.[8]

— .

Vefsíða fyrirtækisins bendir ennfremur á að nafnið sé einnig dregið af nafni stofnanda fyrirtækisins, Jujiro Matsuda.[9]

Toyo Kogyo framleiddi vopn fyrir japanska herinn í seinni heimsstyrjöldinni, einkum 30 til 35 Type 99 riffla. Fyrirtækið tók formlega upp nafnið Mazda árið 1984, þó að allir bílar sem seldir voru frá upphafi hafi borið það nafn. Mazda R360 var kynnt árið 1960, síðan Mazda Carol árið 1962 og var selt í tilteknu smásöluverslun sem seldi farþegabíla sem hét "Mazda Auto Store" en vörur voru seldar í "Mazde Store". Þar sem Mazda hélt áfram að bjóða upp á farþegabíla eins og Savanna, Familia, Luce, Cosmo og Capella, voru þeir aðeins bættir við "Mazda Auto Store" netinu.[10]

Wankel-snúningsvélin

[breyta | breyta frumkóða]
Mazda Cosmo Sport
Tákn Mazda sem mátti finna á flestum Mazda bílum frá Mazda R360 til ársins 1975

Á sjötta áratugnum ákváðu stjórnendur Mazda að leggja áherslu á þróun Wankel-snúningsvélarinnar, í þeim tilgang að greina sig frá öðrum japönskum bifreiðaframleiðendur. Fyrirtækið myndaði viðskiptasamband við þýska fyrirtækið NSU og hóf framleiðslu í takmörkuðu upplagi af Mazda Cosmo árið 1967. Samstarf fyrirtækjanna lifir enn, sem er þess valdandi að Mazda er í dag eini framleiðandi Wankel-véla fyrir bifreiðar (NSU og Citroën gáfust bæði upp á notkun þeirra á áttunda áratugnum, og frumgerðir af Corvette hjá General Motors komust aldrei í framleiðslu.)

Þessi tilraun til að vekja athygli á fyrirtækinu virðist hafa hjálpað, þar sem Mazda byrjaði fljótt að flytja út ökutæki sín. Þrátt fyrir þetta flutti fyrirtækið bæði út Wankel- og strokkhreyfilsknúnar gerðir. Wankelknúnu gerðirnar urðu fljótt vinsælar, en þær þóttu aflmiklar og léttar í samanburði við strokkhreyfilsknúnar gerðir keppinauta sem þurftu þyngri V6 eða V8 hreyfla til að framleiða sama afl.

Árið 1968 hóf Mazda starfsemi í Kanada (MazdaCanada) og tveim árum seinna hóf Mazda formlega göngu sína á bandaríska markaðnum (Mazda North American Operations). Náði fyrirtækið mjög góðum árangri þar, þar sem m.a. voru markaðssettur hinn vinsæli Mazda Rotary Pickup (byggður á hefðbundna B-series pallbílnum sem var upphaflega strokkhreyfilsknúinn). Hingað til er Mazda eini bifreiðaframleiðandi í heiminum sem hefur framleitt Wankel-knúinn pallbíl. Að auki er það einnig eina vörumerkið sem hefur boðið upp á Wenkel-knúnar rútur (Mazda Parkway, sem var aðeins í boði í Japan) og stallbaka (RX-3 og RX-4)

Velgengni Mazda hélt áfram þar til olíukreppan 1973 skall á. Þegar bandarískir kaupendur (ásamt kaupendum í öðrum löndum) fóru að leitast eftir sparneytnari ökutækjum, hrapaði eftirspurn eftir tiltölulega eyðslumiklum wankel-knúnum bifreiðum. Þar að auki var fyrirtækið óskilvirkasti bílaframleiðandi í Japan (með tilliti til framleiðni), og var ófært um að laga sig að uppsöfnuðum umframbirgðum í kjölfar of mikillar áreiðni á bandaríska markaðinn. Varð fyrirtækið þ.al. fyrir miklu tapi árið 1975. [11][12] Kogyo, sem var þegar orðið fremur skuldugt, var á barmi gjaldþrots, en var bjargað með íhlutun Sumitomo banka, ásamt undirverktökum og dreifingaraðilum fyrirtækisins. Hins vegar hafði fyrirtækið ekki snúið bakinu við strokkhreyflum, þar sem það hélt áfram að framleiða ýmsar fjögurra strokka gerðir á áttunda áratugnum. Mazda Familia línan varð mikilvægur partur af söluframboði Mazda eftir 1973, eins og nokkuð stærri Capella-línan.

Mazda RX-7 (fyrsta kynslóð)

Samstarf við Ford

[breyta | breyta frumkóða]

Frá 1974 til 2015 átti Mazda í samstarfi við Ford Motor Company, sem keypti 24,5% hlut í Mazda árið 1979, sem jókst í 33,4% í maí 1995. [13] Undir stjórn Alan Mulally seldi Ford smám saman hlut sinn í Mazda frá 2008 til 2015, en Ford hefur frá 2014 átt 2,1% hlut.[14]

Frá 2007 til 2015 notaði Mazda 3.5 L MZI Ford Cyclone vél í Mazda CX-9.

Bandaríkin eru stærsti markaður Mazda, en þar á eftir koma Kína og Japan.[15] Markaðshlutdeild Mazda í Bandaríkjunum féll náði 10 ára lágmarki, eða 1,7% árið 2016.[16]

Þann 24. október 2022 ákvað Mazda að losa sig við eignir sínar í Rússlandi, en það gerði fyrirtækið með því að selja að fullu eignarhlut í starfsemi sinni í Vladívostok til Sollers JSC á 1 Evru.[17]

SkyActiv tækni

[breyta | breyta frumkóða]
Mazda6
Mazda3
Fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnsbíll Mazda, MX-30.

SkyActiv tækni er regnhlífarheiti yfir fjölbreytta tækni sem notuð er í mörgum nýjum Mazda bifreiðum. Meðal þessara bíla eru Mazda2, Mazda3, Mazda6 og CX-5. Markmiðið er að draga úr eldsneytisneyslu að svipuðu marki og náðst hefur með svokölluðum Hybrid-bílum. Aflframleiðni vélarinnar er aukið á sama tíma og útblástur minnkar. Tæknin felur m.a. í sér háa þjöppunartíðni í bensínvélum (13:1), minni þjöppun í dísilvélum (14:1) með nýrri tveggja stiga forþjöppu, skilvirka sjálfskiptingu, léttari gírkassa, léttari yfirbyggingu og margt fleira. Hægt er að blanda þessari hugmyndafræði saman við notkun hybrid-drifrás til að draga enn frekar úr eldsneytisnotkun.

  1. „Consolidated Financial Results“ (PDF). mazda.com/en/investors. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 15. júlí 2023. Sótt 14. júlí 2023.
  2. „Mazda Integrated Report 2022“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. apríl 2023. Sótt 14. júlí 2023.
  3. "Offices Geymt 7 október 2009 í Wayback Machine." Mazda.
  4. „Japan's Mazda founded“. History. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2010. Sótt 1. maí 2023.
  5. „History of Mazda 1931-1945“. Mazda. Sótt 27. apríl 2023.[óvirkur tengill]
  6. „History of Mazda 1960-1970“. Mazda. Sótt 27. apríl 2023.[óvirkur tengill]
  7. „History of Mazda 1991-2000“. Mazda. Sótt 27. apríl 2023.[óvirkur tengill]
  8. „A Story Behind the Name of 'Mazda'. Sótt 11. apríl 2022.
  9. „MAZDA: Mazda-Go 3-wheeled trucks“. www.mazda.com. Sótt 16. apríl 2019.
  10. „Development of domestic 5-channel system and management crisis [Mazda 100-year history, 25th, Chapter 7 Part 3]“. Cliccar.com. Cliccar. 25. júlí 2020. Sótt 11. nóvember 2021.
  11. Between MITI and the Market: Japanese Industrial Policy for High Technology, page 139 By Daniel I. Okimoto
  12. Doner, Richard F. (1991), Driving a Bargain: Automobile Industrialization and Japanese Firms in Southeast Asia, Berkeley, Los Angeles, and Oxford: University of California, bls. 294, ISBN 0-520-06938-2
  13. „Mazda Annual Report 2017“ (PDF). Mazda Motor Corporation. bls. 59. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. janúar 2018. Sótt 20. janúar 2018.
  14. Stock and Bond Information, Mazda, March 31, 2014
  15. „2021 (Full Year) Global: Mazda Worldwide Car Sales, Production, and Exports“. 31. janúar 2022. Sótt 26. desember 2022.
  16. Cain, Timothy (15. maí 2017). „Mazda Wants 2 Percent U.S. Market Share, But Not Just Any Ol' 2 Percent Market Share (15 May 2017)“. The Truth about Cars. Sótt 30. maí 2017.
  17. „Mazda окончательно уходит из России“. www.gazeta.ru. 10. nóvember 2022.