Miðkjörtímabilskosningar í Bandaríkjunum
Í Bandaríkjunum er kosið til forseta á fjögurra ára fresti en á miðju kjörtímabili forseta eru haldnar svokallaðar miðkjörtímabilskosningar (e. midterm elections). Í þeim kosningum er kosið til löggjafarþings Bandaríkjanna ásamt því að kosið er til embætta á lægri stigum stjórnsýslunnar.
Yfirleitt er litið svo á að þessar miðkjörtímabilskosningar séu ákveðinn dómur á það hvernig sitjandi forseti og sá flokkur sem hefur meirihluta í þinginu hefur staðið sig þangað til. Tveggja flokka kerfi er í Bandaríkjunum, demókratar og repúblikanar verandi þeir flokkar sem skipta með sér völdum, og algengast er að meirihluti færist yfir á minnihlutaflokk í þessum kosningum.
Kjörsókn
[breyta | breyta frumkóða]Kjörsókn miðkjörtímabilskosninga er yfirleitt afar dræm. Svo virðist vera sem fólk hafi minni áhuga á því að taka þátt í miðkjörtímabilskosningum heldur en kosningunum sem haldnar eru á fjögurra ára fresti. Kjörsókn í ár var einstaklega lítil. Fyrir kosningarnar hafði Gallup gert könnun á áhuga almennings á kosningum og komst þá að þeirri niðurstöðu að kjörsókn yrði líkleg til að vera dræm vegna lítils áhuga á kosningunum. Áhugaleysi kjósenda gæti stafað af því að breytingar væru ólíklegar í stjórnsýslu landsins þrátt fyrir að repúblikanar næðu meirihluta í öldungadeild ásamt því að halda meirihluta sæta í fulltrúadeild þar sem forsetinn væri hvort eð er úr flokki demókrata. Hvatinn til að kjósa virðist vera minni þar sem atkvæðin nýttust ekki til stórra breytinga.[1]
Þingkosningar
[breyta | breyta frumkóða]Bandaríkjaþing skiptist í tvær deildir, fulltrúadeild og öldungadeild. Í miðkjörtímabilskosningum er kosið í öll sæti fulltrúadeildarinnar sem eru 435 ásamt því að kosið er í laus sæti í öldungadeildinni