Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Miðverk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Löð af Intel 80486DX2-miðverki (raunveruleg stærð: 12×6.75 mm) í pakkningu

Miðverk (e. CPU) tölvu er rafrás sem keyrir forrit (sjá örgjörvi sem er núorðið orðið samheiti, og þar er nútíma miðverki lýst í raun). Miðverk tölva hefur breyst gríðarlega í gegnum tíðina, en grunnvirkni þess hefur haldist sú sama í megindráttum. Miðverkið sækir skipanir úr minni, þýðir þær yfir á skipanamengi tölvunnar, keyrir þær og skrifar úttakið í minni, eftir tiltekinni tíðni sem gefur vísbendingu um reiknihraða.

Örgjörvi er samrás sem útfærir alla þætti miðverksins á einni kísilflögu. Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið á 8. áratug 20. aldar en fram að því var miðverkið samsett úr mörgum íhlutum í einni rafrás.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.