Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Michigan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michigan
State of Michigan
Fáni Michigan
Opinbert innsigli Michigan
Viðurnefni: 
  • The Great Lake State
  • The Wolverine State
  • Water (Winter) Wonderland
Kjörorð: 
Si quaeris peninsulam amoenam circumspice
(Enska: If you seek a pleasant peninsula, look about you)
Michigan merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Michigan í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki26. janúar 1837; fyrir 187 árum (1837-01-26) (26. fylkið)
HöfuðborgLansing
Stærsta borgDetroit
Stærsta sýslaWayne
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriGretchen Whitmer (D)
 • VarafylkisstjóriGarlin Gilchrist (D)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Debbie Stabenow (D)
  • Gary Peters (D)
Þingmenn
fulltrúadeildar
Flatarmál
 • Samtals250.493 km2
 • Land150.504 km2
 • Vatn99.990 km2  (41,8%)
 • Sæti11. sæti
Stærð
 • Lengd734 km
 • Breidd621 km
Hæð yfir sjávarmáli
270 m
Hæsti punktur

(Mount Arvon)
603 m
Lægsti punktur174 m
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Samtals10.077.331
 • Sæti10. sæti
 • Þéttleiki67,1/km2
  • Sæti17. sæti
Heiti íbúaMichigander, Michiganian, Yooper
Tungumál
 • Opinbert tungumálEkkert
 • Töluð tungumál
  • Enska: 91,11%
  • Spænska: 3,86%
  • Arabíska: 1,05%
  • Önnur: 4,92%
Tímabelti
Mest af fylkinuUTC−05:00 (EST)
 • SumartímiUTC−04:00 (EDT)
4 sýslurUTC−06:00 (CST)
 • SumartímiUTC−05:00 (CDT)
Póstnúmer
MI
ISO 3166 kóðiUS-MI
StyttingMich.
Breiddargráða41°41'N til 48°18'N
Lengdargráða82°7'V til 90°25'V
Vefsíðamichigan.gov

Michigan er fylki í norðurhluta Bandaríkjanna. Michigan er frönsk útgáfa orðs Ojibwe-frumbyggja mishigama sem þýðir „stórt vatn“ eða „stórt stöðuvatn“ og dregur fylkið nafn sitt af Michiganvatni.

Michigan er níunda fjölmenntasta fylki Bandaríkjanna með um 10 milljónir íbúa. Það hefur stærstu ferskvatnslínu sjálfstjórnarlands í heiminum og er tengt saman af hinum fimm stóru vötnum, auk Saint Clair-vatnsins. Árið 2005 voru þriðju flestir frístundabátar skráðir þar, á eftir Kaliforníu og Flórída. Í Michigan eru 64.980 stöðuvötn og önnur vötn. Manneskja í fylkinu er aldrei meira en 10 km frá náttúrulegri uppsprettu vatns eða meira en 140 km frá strönd hinna miklu vatna. Michigan er stærsta fylkið fyrir austan ána Mississippi.

Michigan er eina fylkið sem samanstendur eingöngu af tveimur skögum. Neðri skaginn (e. Lower Penisula), sem nafnið á átti fyrst um er oft nefnt „vettlingurinn“ af íbúunum, vegna lagsins. Þegar fólk frá Michigan er spurt hvaðan það kemur bendir það oft á hendi viðkomandi. Efri skaginn (oft kallaður The U.P.) er skilinn frá þeim neðri með Mackinac-sundi, átta kílómetra vatni sem sameinar Huron-vatn og Michigan-vatn. Efri skaginn er efnahagslega mikilvægur ferðamanna- og náttúrustaður.

Frumbyggjar

[breyta | breyta frumkóða]

Michigan var heimili margra mismunandi frumbyggja í þúsundir ára áður en Evrópumenn hófu landnám. Þegar fyrstu evrópsku landkönnuðurnir komu voru fjölmennustu og áhrifamestu ættbálkarnir Algonkvíin-frumbyggjar ,sérstaklega Ottawarnir, Anishnabearnir og Potawatomiarnir. Anishnabearnir, sem taldir eru hafa verið á milli 25 og 35 þúsund, voru fjölmennastir.

Þrátt fyrir að Anishnabearnir væru vel settir á efri skaganum og nyrðri hluta neðri skagans, bjuggu þeirr einnig í norðanverðu Ontario, Norður-Wisconsin, Suður-Manitoba og norð- og mið-Minnesota. Ottawarnir bjuggu aðallega sunnan sunda Mackinac í norður- og vesturhluta Michigan, en Potawatomiarnir voru fyrst og fremst fyrir suðvestan. Þjóðirnar þrjár bjuggu saman í sátt og samlyndi, en það byggðist á lausri stefnu ráðs sem kallað var Ráð hinna þriggja elda. Aðrar þjóðir bjuggu einnig í Michigan, sérstaklega í suðri og austri, en það voru Mascouten, Menominee, Miami og Wyandot, sem eru betur þekktur undir franska nafni sínu, Huron.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Resident Population for the 50 States, the District of Columbia, and Puerto Rico: 2020 Census“ (PDF). United States Census Bureau. Sótt 26. apríl 2021.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.