Mzuzu
Útlit
Mzuzu er höfuðborg Norðursvæðis Malaví og jafnframt þriðja stærsta borg landsins. Í borginni bjuggu um 120 þúsund árið 2003, í miðju landabúnaðarhéraði þar sem ræktað er te og kaffi. Nýr háskóli er í borginni og er ferðaþjónusta einn af aðalatvinnuvegum hennar. Þar koma flestir þeir ferðamenn sem ferðast um norðurhluta landsins. Viphya-skógurinn, sem oft er nefndur stærsti manngerði skógur í heimi, er sunnan við borgina.