Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Nafnhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nafnhyggja er sú afstaða í frumspekialtök séu ekki til utan hugsunar okkar.

Best er að skilja nafnhyggju í tengslum við hluthyggju um altök. Hluthyggja um altök er sú kenning að orð eins og „grænn“ eða „tré“ vísi til altaks - hugtaks sem nær yfir alla græna hluti eða öll tré - og að altökin séu til óháð hugmyndum okkar um þau. Þessi afstaða er oft kennd við forngríska heimspekinginn Platon (sjá Platon og frummyndakenninguna). Nafnhyggjan heldur því aftur á móti fram að hugtökin sem orðin vísa til eigi sér enga sjálfstæða tilvist utan ímyndunarafls okkar.

Meðal málsvara nafnhyggjunnar voru heimspekingarnir William frá Ockham, John Locke, George Berkeley, W.V.O. Quine og Wilfrid Sellars.

Fyrirmynd greinarinnar var „Nominalism“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2005.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.