Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Nick Cave

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nick Cave árið 2021.
Cave með Grinderman (2008).

Nicholas Edward "Nick" Cave (fæddur 22. september 1957) er tónlistarmaður, lagahöfundur, rit- og handritahöfundur. Cave ólst upp í Ástralíu en flutti síðar til Bretlands og býr nú í Brighton.

Cave er best þekktur fyrir hljómsveit sína Nick Cave and the Bad Seeds en áður var hann í hljómsveitinni Birthday Party. Árið 2006 stofnaði hann bílskúrsrokkbandið Grinderman með Warren Ellis og öðrum meðlimum Nick Cave and the Bad Seeds.

Einnig hefur hann samið kvikmyndatónlist með Ellis fyrir myndirnar: The Proposition (2005),(Cave átti þátt í handritinu líka), The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford (2007), The Road (2009) og Lawless (2012). Árið 2014 kom út sjálfsævisögulega myndin 20,000 Days on Earth með Cave.

Cave hefur nokkrum sinnum spilað á Íslandi: 1986, 2002[1], 2006, [2], 2013, 2019 og 2024. Einnig hefur hann unnið með leikhópnum Vesturport.[3]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

The Boys Next Door

  • 1979 : Door, Door

The Birthday Party

  • 1980 : The Birthday Party
  • 1981 : Prayers on Fire
  • 1982 : Junkyard

Nick Cave and the Bad Seeds

  • 1984 : From Her to Eternity
  • 1985 : The Firstborn Is Dead
  • 1986 : Kicking Against the Pricks
  • 1986 : Your Funeral... My Trial
  • 1988 : Tender Prey
  • 1990 : The Good Son
  • 1992 : Henry's Dream
  • 1994 : Let Love In
  • 1996 : Murder Ballads
  • 1997 : The Boatman's Call
  • 2001 : No More Shall We Part
  • 2003 : Nocturama
  • 2004 : Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus
  • 2008 : Dig, Lazarus, Dig!!!
  • 2013 : Push the Sky Away
  • 2016 : Skeleton Tree
  • 2019 : Ghosteen
  • 2024 : Wild God

Grinderman

  • 2007 : Grinderman
  • 2010 : Grinderman 2

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]