Oslóarfjörður
Oslóarfjörður (norska: Oslofjorden) er fjörður í suðaustur-Noregi. Hann skiptist í innri- og ytri-Oslóarfjörð. Borgin Osló er við botn þess innri. Inn úr ytri firðinum eru einnig firðirnir Drammenfjörður og Holmestrandfjörður. Syðri mörk Oslófjarðar eru talin vera frá skerjunum Torbjørnskjær og Færder. Á árunum 1624-1925 var nafnið á firðinum Kristjaníufjörður (norska: Kristianiafjorden). Í norrænu var nafnið á firðinum Fold.
Eyjar nálægt Osló eru vinsælir útivistarstaðir: Hovedøya, Lindøya, Nakholmen, Bleikøya, Gressholmen og Langøyene. Þá er vanalega farið frá Aker Brygge. Glomma, lengsta fljót landsins, tæmist í fjörðinn.
Hlýjasta loftslag Noregs er við fjörðinn og er ársmeðalhitinn 7,5 gráður.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Oslofjord“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. feb. 2018.