Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Peter MacNicol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Peter MacNicol
Peter MacNicol
Peter MacNicol
Upplýsingar
FæddurPeter C. MacNicol
10. apríl 1954 (1954-04-10) (70 ára)
Ár virkur1981 -
Helstu hlutverk
Larry Fleinhardt í Numb3rs
John Cage í Ally McBeal
Tom Lennox í 24

Peter C. MacNicol (fæddur 10. apríl 1954) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Ally Mcbeal, 24, Chicago Hope og Numb3rs.

MacNicol er fæddur og uppalinn í Dallas í Texas og er yngstur af fimm systkinum.[1] MacNicol byrjaði ferill sinn við Háskólann í Dallas og hélt áfram við Háskólann í Minnesota. Á meðan hann var í Minnesota lék hann tvö tímabil við Guthrie Theater. Þar kom umboðsmaður frá New York auga á hann og ráðlagði honum að flytja til Manhattan.

MacNicol býr í Los Angeles með konu sinni, sem rekur The Corie Williams Scholarship Fund, sjálfseignarstofnun sem veitir börnum í Los Angeles námstyrki.

MacNicol stóð með rithöfundunum þegar Writers Guild of America verkfallið stóð yfir.

Árið 1980 var MacNicol ráðinn í leikritið Crimes of the Heart. Framleiðslan fluttist í Broadway-leikhús og fékk MacNicol Theatre World verðlaunin. Árið 1987 lék hann í hinni upprunalegu útgáfu af „All the King's Men“, sem var fyrst sýnd í Dallas Theater Center. Þessi útgáfa var gerð og þróuð í samfloti með höfundinum sjálfum. Meðal leikrita sem hann hefur komið fram í: Black Comedy/White Lies, Richard III, Romeo and Juliet, Twelfth Night, Rum and Coke og Found a Peanut.

MacNicol er þekktastur fyrir að hafa leikið hinn sérvitra lögfræðing John Cage í Ally McBeal og fékk fyrir það Emmy-verðlaun fyrir Besta aukahlutverk leikara í grínseríu árið 2001. Hann lék eðlisfræðinginn Dr. Larry Fleinhardt í Numb3rs og var í vinsælu hlutverki sem Tom Lennox í sjöttu þáttaröð af 24. MacNicol endurtók hlutverk sitt sem Lennox í kvikmyndinni 24: Redemption. Hann mun leika Doctor Octopus í fyrstu seríunni af The Spectacular Spider-Man. Þar að auki hefur hann skrifað handrit sem kallast Salvation on Sand Mountain og er hann titlaður sem framleiðslustjóri og leikstjóri við verkefnið. MacNicol lék barnalækninn Dr. Stark í Grey´s Anatomy.[2]

Í kvikmyndum þá hefur MacNicol leikið hinn einfalda rithöfund sem varð ástfanginn af Meryl Streep í Sophie's Choice; hinn skrítna safnavörð í Ghostbusters II og sumarbúða leikstjórann Gary Granger í Addams Family Values. Meðal annarra mynda eru HouseSitter og American Blue Note.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1981 Dragonslayer Galen
1982 Sophie´s Choice Stingo
1986 Heat Cyrus Kinnick
1989 Ghostbusters II Dr. Janosz Poha
1991 American Blue Note Jack Solow
1991 Hard Promises Stuart
1992 Housesitter Marty
1993 Addams Family Values Gary Granger
1994 Radioland Murders Son Writer
1995 Dracula: Dead and Loving It R.M. Renfield
1996 Mojave Moon Tire Repairman
1997 Bean David Langley
1999 Baby Geniuses Dan
2001 Recess: School´s Out Fenwick Talaði inn á
2004 Breakin’ All the Rules Philip Gascon
2005 Behind the Curtain Vincent Poinsetta
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1984 Faerie Tale Theatre Martin Þáttur: The Boy Who Left Home to Find Out About the Shivers
1986 Johnny Bull Joe Kovacs Sjónvarpsmynd
1987 The Days and Nights of Molly Dodd Steve Cooper Þáttur: Here´s Why They Call the Little One a Jingle and the Big One the Blues
1990 By Dawn´s Early Light Lt. Cmdr. Tom Sedgewicke Sjónvarpsmynd
1992-1993 The Powers That Be Bradley Grist 20 þættir
1993 Cheers Mario Þáttur: Look Before You Sleep
1994 Tales from the Crypt Austin Haggard Þáttur: Let the Punishment Fit the Crime
1994 Roswell Lewis Rickett Sjónvarpsmynd
1996 Abducted: A Father´s Love Roy Dowd Sjónvarpsmynd
1994-1998 Chicago Hope Alan Birch 31 þættir
1998 Silencing Mary Lawerence Dixon Sjónvarpsmynd
1999 The Angry Beavers Kid Friendly Þáttur: The Legend of Kid Friendly/Silent But Deadly
1999 Ally John ´The Biscuit´ Cage Sjónvarpssería
1999 Snowden´s Christmas Snowden Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
1999 Olive, the Other Reindeer Fido Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
2000 The Pooch and the Pauper Liberty Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
2000 The Wild Thornberry´s Rajy, Monkey Þáttur: Monkey See, Monkey Don´t
Talaði inn á
2000 Buzz Lightyear of Star Command Major 2 þættir
1997-2002 Ally McBeal John Cage 104 þættir
2001 The Ponder Heart Daniel frændi Sjónvarpsmynd
2003 Crazy Love Eiginmaður Sjónvarpsmynd
2003 The Lyon´s Den Darryl Nicks Þáttur: The Quantum Theory
2004 This Just In Craig Tindle 2 þættir
2005 Justice League Chronos 2 þættir
2004-2005 Danny Phantom Sidney Poindexter 2 þættir
2006 Boston Legal Dr. Sidney Field Þáttur: Race Ipsa
2007 24 Tom Lennox 24 þættir
2008 24: Redemption Tom Lennox Sjónvarpsmynd
2003-2007 Harvey Birdman, Attorney at Law X, the Eliminator 13 þættir
2004-2008 The Batman Dr. Langstorm 3 þættir
Talaði inn á
2008-2009 The Spectacular Spider-Man Dr. Otto Octavius 12 þættir
2005-2010 Numb3rs Dr. Larry Fleinhardt 94 þættir
2010 Ben 10: Ultimate Alien Mr. Webb / Oliver 2 þættir
2011 G.I. Joe: Renedages Firefly Þáttur: Homecoming Part 2
2011 Fairly Legal Dómarinn Smollet Þáttur: Coming Home
2010-2011 Grey's Anatomy Dr. Robert Stark 7 þættir
2011 Young Justice Prófessor Ivo 2 þættir
Talaði inn á

Leikstjóri

[breyta | breyta frumkóða]

Handritshöfundur

[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Leon Rabin verðlaunin

  • 2000: Carrier Achievement verðlaunin.

Dallas Theatre Critics verðlaunin

  • 1987: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir All the King´s Men.

Emmy verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.

Monte-Carlo TV Festival

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir 24.

Satellite verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1999: Verðlaun sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1996: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1995: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Theater World verðlaunin

  • 1982: Verðlaun fyrir Crimes of the Heart.

Viewers for Quality Television verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1999: Verðlaun sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1998: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
  • 1995: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.filmreference.com/film/3/Peter-MacNicol.html
  2. Abrams, Natalie (24. júní 2015). „Exclusive: Peter MacNicol Joins Grey's Anatomy“. TV Guide. CBS Interactive Inc. Sótt 20. mars 2018.