Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Piombino

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgarhliðin á Populoniu í Piombino.

Piombino er um 35 þúsund manna bær í Livorno-sýslu á vesturströnd Toskana gegnt eyjunni Elbu og rétt norðan við héraðið Maremma. Bærinn er ævaforn og gegndi hlutverki hafnarborgar á tímum Etrúra en leifar af grafhýsaþyrpingum frá þeim tíma er að finna við Populoniu. Elstu grafir frá svæðinu eru frá tímum Villanova-menningarinnar frá 9. öld f.Kr.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.