Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Port Louis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Port Louis að kvöldlagi

Port Louis er höfuðborg og stærsta borg eyríkisins Máritíus undan strönd Afríku í Indlandshafi. Frakkar gerðu hana að stjórnsýslumiðstöð árið 1735 og áfangastað fyrir skip á leið frá Góðravonarhöfða. Hún heitir eftir Loðvík 15. Frakkakonungi. Borgin er hafnarborg sem stendur á norðvesturströnd eyjarinnar. Höfnin er undirstaða efnahagslífs borgarinnar sem kemur best út allra afrískra borga í Lífsgæðakönnun Mercers. Íbúar voru um 150 þúsund árið 2012.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.