Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Rauðu kmerarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hauskúpur fórnarlamba kmeranna frá Vígvöllunum í Kambódíu

Rauðu kmerarnir (kambódíska ខ្មែរក្រហម, Khmer Krahom) voru fylgjendur kommúnistaflokks Kampútseu sem hófu vopnaða baráttu gegn ríkisstjón Kambódíu árið 1968. Stuðningur Alþýðuhers Víetnam leiddi til þess að þeir höfðu sigur í borgarastyrjöldinni í Kambódíu 1970-1975. Þeir stofnuðu Lýðveldið Kampútseu sem var alræðisstjórn kommúnista undir forystu aðalritarans Pol Pot. Kommúnistastjórnin hóf róttækar umbætur sem fólust í eignaupptöku og nauðungarflutningum fólks frá borgum til sveita. Menntafólk var kerfisbundið fangelsað og tekið af lífi. Áætlað er að milli 740.000 og 3 milljónir (algengasta talan milli 1,4 og 2,2 milljónir) manna hafi látist, um helmingur með aftökum og helmingur vegna hungurs eða sjúkdóma sem rekja má til aðgerða stjórnarinnar.

Stuðningur Víetnam við stjórn kmeranna dvínaði hratt vegna flóttamannastraumsins frá Kambódíu og átaka við landamærin. Þann 18. apríl 1978 fyrirskipaði Pol Pot fyrirbyggjandi innrás í Víetnam. Kambódíski herinn réðist á bæinn Ba Chúc og framdi þar fjöldamorð á almennum borgurum. Víetnamski herinn hrakti Kambódíumenn úr landinu og réðist í kjölfarið inn í Kambódíu 7. janúar 1979. Rauðu kmerarnir hörfuðu í vesturátt þar sem þeir héldu yfirráðum yfir fjallendi við landamæri Taílands í mörg ár á eftir. Þar lifðu þeir af smygli og stuðningi frá Kína og Taílandi. Um 1999 höfðu þeir flestir náðst eða gefið sig fram.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.