Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Ritvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Underwood Five, vinsæl ritvél.

Ritvél er vélrænt tæki með tökkum, notað til að skrifa texta. Þegar takki er sleginn er járnpinni drifinn fram og bókstafur stimplaður á blað. Frá uppfinningu hennar um árið 1870 fram á miðja 20. öld hafa ritvélar verið mikilvæg verkfæri fyrir rithöfunda og skrifstofumenn. Frá og með lokum níunda áratugarins var ritvinnsluforrit á einkatölvum komið í noktun í stað ritvéla. Ritvélar eru enn vinsælar í þróunarlöndum og nokkrum sérmörkuðum til skrifstofunotkunar.

Ritvélin var ekki fundin upp af einum manni. Eins og bíll, sími og ritsími gáfu nokkrir einstaklingar hugmyndir og innsýnir sem leiddu til framleiðslu af farsælu tæki. Sem sagt halda sagnfræðingar að ritvélin hafi verið fundin upp um það bil 52 sinnum áður en farsæl hönnun var uppgötvuð.[1]

Skipan takkanna heitir QWERTY, og var upprunalega þróuð á ritvélum og er enn í notkun í dag á tölvulyklaborðum.[2]

Ásamt stórum fyrirtækjum sem hafa framleitt ritvélar eru:

  1. Joan Acocella. „The Typing Life: How writers used to write“. The New Yorker. , 2007: . .
  2. „Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?“. Vísindavefurinn. Sótt 20. nóvember 2009.