Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Robert Catesby

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samtímamynd af samsærismönnunum í Púðursamsærinu. Catesby er annar frá hægri.

Robert Catesby (157318. nóvember 1605) var leiðtogi samsærismannanna í Púðursamsærinu í Englandi árið 1605 þegar þeir hugðust koma fyrir mörgum tunnum af byssupúðri í kjallara Westminster-hallar og sprengja þannig upp Breska þinghúsið við þingsetningu.

Robert Catesby var úr strangtrúaðri kaþólskri fjölskyldu og faðir hans hafði oft setið í fangelsi vegna trúar sinnar. Catesby tók þátt í misheppnaðri tilraun Robert Devereux, jarlsins af Essex, til að steypa Elísabetu 1. af stóli árið 1601. Fyrir það var hann látinn sæta eignaupptöku og sektum.

Þegar Púðursamsærið mistókst eftir að verðir komu að einum samsærismanna, Guy Fawkes, í kjallara Westminster, flúðu hinir samsærismennirnir til Midlands. Þar lést Catesby, í Holbeach House í Staffordskíri, í skotbardaga við lögreglumenn sem hugðust handtaka hann.