Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Sýndarveruleiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjálfun hermanna í sýndarveruleikaumhverfi.

Sýndarveruleiki er tölvulíkan sem líkir eftir veruleika þannig að notandinn getur lifað sig svo vel inn í tölvugert umhverfi að hann hefur á tilfinningunni að hann sé staddur þar inni og það umhverfi sé raunverulegt. Í tölvuleikjum er er slíkt umhverfi oft þannig hannað að spilari getur stjórnað atburðarrás og tækjum eins og að aka bíl eða fljúga flugvél og tæknin verður sífellt raunverulegri. Oft er reynt að skapa sýndarveruleika með sérstökum gleraugum og búnaði eins og Oculus Rift og Morpheus en þá sér skjárinn í tækjunum um að skeyta tveimur myndum saman og gera notanda kleift að sjá hlutina í þrívídd og mynda dýpt. Einnig er í tækinu tvær linsur til að stækka sjóndeildarhringinn. Það þarf líka hreyfiskynjarar sem skynja hreyfinguna á höfði og augum og uppfæra það sem notandinn sér í gleraugunum.

Einn stór þröskuldur varðandi sýndarveruleika er hver áhrifin eru á jafnvægiskerfi líkamans en margir sem prófa slíkt umhverfi líður illa og verður óglatt, það er eins konar sjóriða eða bílveiki sem stafar af því að augun nema annað en önnur skynfæri líkamans.

Sýndarveruleiki getur verið námsumhverfi sem gerir nemendum kleift að fara í vettvangsferðir á staði sem þeir komast ekki ella á eins og að kanna hafdjúpin eða framandi lönd. Einnig er hægt að nota fjölspilunarleiki eða leikheima sem sýndarveruleika í kennslu. Ýmis konar færni er þannig að mistök eru afdrifarík og geta verið lífshættuleg og þá getur sýndarveruleiki hentað til að æfa viðbrögð. Þjálfun fyrir vandasamar skurðaðgerðir eða þjálfun flugmanna í tölvugerðu sýndarumhverfi er dæmi um slíkt.

  • „Hvað er sýndarveruleiki?“. Vísindavefurinn.
  • Hvað er sýndarveruleiki?[óvirkur tengill] Skýrslutæknifélagið
  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.